Nýjast á Local Suðurnes

Ákærð fyrir að nýta sér kerfi lögreglu til að afla upplýsinga um fyrrverandi maka

Landamæravörður í landamæradeild lögreglustjórans á Suðurnesjum hefur verið ákærð fyrir að flettta upp málum í lögreglukerfinu LÖKE tengdum fyrrverandi kærasta sínum og málum konu sem landamæravörðurinn hafði átt í samskiptum við vegna lögreglumáls.

Það er RÚV sem greinir frá þessu, en í frétt miðilsins segir að uppflettingarnar í LÖKE hafi ekki tengst starfi hennar sem landamæravörður og að hún hafi þannig misnotað stöðu sína þannig á hallaði á réttindi kærastans fyrrverandi og konunnar.

Samkvæmt ákærunni voru uppflettingarnar alls 25 og leitaði landamæravörðurinn ýmist eftir málum sem tengdust kennitölu kærastans fyrrverandi eða bíl sem hann átti.