Nýjast á Local Suðurnes

Margir hafa samband við HSS varðandi sýnatökur – Þetta þarftu að vita!

Margir hafa haft samband við HSS og vaktsímann 1700 og spurt um sýnatökur vegna COVID-19 og telur stofnunin því rétt að taka eftirfarandi fram:

Fyrst þarf að taka fram að ákvörðun um sýnatöku hjá HSS er ávallt háð mati læknis/hjúkrunarfræðings.

Í annan stað, býður Íslensk Erfðagreining upp á skimun og er bókunarsíða fyrirtækisins aðgengileg hér: https://bokun.rannsokn.is

HSS og aðrar heilsugæslustöðvar vinna eftir eftirfarandi viðmiðum:
Þeir sem fara í sýnatöku eru einstaklingar með einkenni (hita ≥ 38,5°C, hósta og beinverki) sem:
• Koma frá áhættusvæðum.
• Eru í sóttkví.
• Eru í áhættuhópi sem er í aukinni áhættu fyrir alvarlegar sýkingar.
• Heilbrigðisstarfsmenn sem sinna viðkvæmri þjónustu.

Hringið endilega í HSS í síma 422-0500 og fáið samband við heilbrigðisstarfsfólk sem metur hvert tilfelli fyrir sig og forgangsraðar í sýnatökur.

Íbúar á Suðurnesjum eru hvattir til að fylgja HSS á Facebook til að fá tilkynningar og fréttir úr starfi stofnunarinnar.