Nýjast á Local Suðurnes

Blöskrar ákvarðanataka Barnaverndar Reykjanesbæjar

Einstæðri tveggja barna móður sem er búsett í Reykjanesbæ og missir húsnæði sitt um mánaðarmót blöskrar ákvarðanataka barnaverndar sveitarfélagsins, eftir að barnavernd gaf henni um viku til að finna samastað fyrir sig og börnin ella verði þau send í fóstur um tíma. Málinu svipar mjög til máls Sigrúnar Dóru Jónsdóttur sem Suðurnes.net greindi frá í byrjun júlí.

„Það fékk á mig, af hverju eru börnin tekin frá mér til þess að koma þeim í fóstur og skilja mig eftir á götunni. Hvað er rétt við það?“ segir Helga í samtali við Vísi sem segir sitt markmið vera að huga að heilsu barnanna og öryggi.

Helgu blöskrar ákvarðanataka Barnaverndar og finnst skrítið að ekki sé fremur reynt að hjálpa henni að fá íbúð fyrir þau þrjú í stað þess að aðskilja fjölskylduna. Þetta er í fyrsta sinn sem Barnavernd hafi afskipti af þeirra málum.