Nýjast á Local Suðurnes

Icelandair bætir við beinu flugi til Nice

Mynd: Icelandair

Icelandair mun bjóða upp á beint flug á landsleik Íslands og Englands á EM 2016. Boeing 757 þotu Icelandair verður flogið til Nice í Frakklandi síðdegis sunnudaginn 26. júní, og til baka frá Nice snemma morguns þriðjudaginn 28. júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Laus sæti í fluginu verða einungis til sölu á vef Icelandair og verður opnað fyrir söluna klukkan 14.30 í dag. Flugið fram og til baka kostar 115 þúsund krónur með sköttum og gjöldum inniföldum. Brottför frá Keflavíkurflugvelli verður klukkan 16:30 á sunnudaginn og brottför frá Nice verður að leik loknum klukkan 06:15 og lent á Keflavíkurflugvelli kukkan 08:00 að morgni þriðjudags 28. júní.