Nýjast á Local Suðurnes

Sparnaðarráð vikunnar er að tala saman

Erlendar kannanir sýna að þrír af hverjum tíu sem eiga sameiginleg fjármál með maka eða sambýlingi hafa logið um fjármálin og falið hluta þeirra fyrir hinum aðilanum. Flestir af þessum einstaklingum telja að þetta hafi skaðað sambandið.

Haukur Hilmarsson - Fjármálaráðgjafi

Haukur Hilmarsson – Fjármálaráðgjafi

Algeng lygi er þegar við svörum “Já, ég er búin/n að greiða þennan reikning” en sannleikurinn er að við gleymdum því eða frestuðum því of lengi.

Önnur algeng lygi er þegar við segjum “Já, við höfum efni á þessu” en sannleikurinn er að við munum finna leiðir til að redda þessu síðar.

“Mínir peningar eru þínir peningar”. Í mörgum tilfellum þá felur fólk ýmis konar kaup og eyðslu fyrir maka sínum. Þessir einstaklingar eiga falinn bankareikning, kreditkort eða felustað fyrir reiðufé sem það notar í sjálfa sig án vitunda maka.

Í grunninn er öll þessi lygi og feluleikir afleiðing á okkar eigin óöryggi. Þar sem fjármál okkar eru mikið til byggð á hegðun þá birtist vandinn oft í fjármálunum og oftar en ekki verður það til þess að flækja málin. Lausnin er að tala saman og skoða hegðun okkar gagnvart maka og þeim sem við viljum treysta.

Í vetur mun Skuldlaus.is vera með fyrirlestra fyrir hjón og fólk í sambúð um hvernig treysta má sambandið með því að vinna saman í fjármálunum. Senda má fyrirspurnir á skuldlaus(hjá)skuldlaus.is um hvar fyrirlestarnir verði haldnir og hvetja til að þeir verði haldnir í þinni heimabyggð.

Heimild: http://www.nefe.org/press-room/news/financial-infidelity-poses-challenge-for-couples.aspx