Nýjast á Local Suðurnes

Helga Jóhanna til HS Veitna

Helga Jóhanna Oddsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra rekstrarsviðs HS Veitna, en því starfi fylgir meðal annars að vera staðgengill forstjóra fyrirtækisins. Hún mun hefja störf þann 1. febrúar næstkomandi.

Helga Jóhanna er fædd og uppalinn í Reykjanesbæ en býr nú í Garðabæ. Hún er B.SC í viðskiptafræði frá HÍ og síðan M.SC. með áherslu á stjórnun og stefnumótun. Hún var fræðslustjóri hjá Íslandsbanka 1999 – 2001, mannauðsstjóri Landsbanka/Landsbréfa 2000 – 2003, forstöðumaður starfsmannaþjónustu Reykjanesbæjar 2003 – 2008, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Opinna kerfa 2008 – 2011 og frá haustinu 2011 þar til nú framkvæmdastjóri Strategic Leadership / Carpe Diem.

Helga Jóhanna býr í Garðabæ en stefnir að því að flytja á Suðurnesin næsta sumar.