Nýjast á Local Suðurnes

Erna Hákonardóttir leikur með Keflavík næstu tvö árin

Körfuknattleikskonan Erna Hákonardóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Keflavík. Erna er fædd 1993 og spilar sem skotbakvörður, en hún er öllum hnútum kunnug hjá Keflavík þar sem hún lék með félaginu til 17 ára aldurs.

Erna er mikill fengur fyrir Keflavíkurliðið, enda reynslumikill leikmaður sem hefur leikið með Njarðvík og Snæfelli í millitíðinni og orðið Íslands- og bikarmeistari með báðum liðum.