Bjóða 10 milljarða króna í 30% hlut HS Orku í Bláa lóninu
Að minnsta kosti þrjú tilboð hafa borist í 30% hlut HS Orku í Bláa lóninu. Öll eru tilboðin frá erlendum aðilum eða sjóðum og er talið að fyrirtækið geti fengið um tíu milljarða króna fyrir hlut sinn.
Talið er að það muni skýrast á næstu tveimur til fjórum vikum hvort af viðskiptunum verði, samkvæmt heimildum Markaðarins, en það er ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory sem hefur umsjón með söluferlinu fyrir hönd HS Orku.