Nýjast á Local Suðurnes

Vox Felix í undanúrslitum Kórar Íslands á sunnudag – Myndband!

Ungmennakórinn Vox Felix er komin í undanúrslit í þættinum Kórar Íslands og stígur á svið á sunnudag klukkan 19:10 í beinni útsendingu á stöð 2. Kórinn heldur úti Facebook-síðu, en þar er mögulegt að fylgjast með hópnum á æfingum.

Á sunnudagskvöld keppa fimm kórar um tvö sæti í úrslitum. Annar kórinn sem kemst áfram í úrslitin er valinn af dómnefnd, en hinn er kosinn áfram í símakosningu og er númerið til að kjósa Vox Felix 900-9004.

Sönghópurinn, sem er að mestu skipaður söngelskum Suðurnesjamönnum í yngri kantinum kom viðskiptavinum og starfsfólki Iceland verslunarinnar við Engihjalla í Kópavogi heldur betur á óvart fyrir síðustu jól eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Hér má svo sjá hvernig kórinn stóð sig í síðasta þætti af Kórar Íslands.