Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla kölluð til þegar fjöldi flugfarþega neituðu að færa sig

Þau eru mörg og magvísleg verkefnin sem rekur á fjörur lögreglumanna í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum. Nýverið var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna flugfarþega sem hreiðrað höfðu vel um sig hjá söluskrifstofu Icelandair í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Öryggisgæsla hafði reynt að koma þeim á æskilegri stað í flugstöðinni en þeir brugðist illa við

þegar lögreglumenn mættu á staðinn reyndist fólkið hafa raðað töskum, kerrum og hjólastólum og búið þannig til eins konar virki um sig. Rúm hafði verið búið til úr tveimur ferðatöskum fyrir stúlkubarn sem svaf ofan á töskunum með sængina sína.

Var fólkið beðið um að taka saman föggur sínar og færa sig á bekki þar sem það hamlaði ekki umgengni. Það maldaði hressilega í móinn en lét þó að lokum undan og tók virkið niður.