Nýjast á Local Suðurnes

6000 kallinn frá Fiskistofu gefur von um betri tíð

Atvinnu- og hafnarráð Reykjanesbæjar fagnar því að tekjustofn vegna sérstaks strandveiðigjalds hefur margfaldast milli ára. Rétt rúmar 6.000 krónur koma í hlut Reykjaneshafnar þetta árið.

Bréf Fiskistofu þar sem tilkynnt er hver hlutur Reykjaneshafnar er í sérstöku strandveiðigjaldi sem innheimt er af strandveiðibátum ár hvert var til umræðu á fundi ráðsins á dögunum og var sérstaklega tekið fram í fundargerð að ört hækkandi hlutur gefi von um betri tíð í framtíðinni. Til samanburðar fékk Reykjaneshöfn rétt tæpar 500 krónur í sinn hlut árið 2019.