Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær kemur jólatrjám í förgun

Eins og undanfarin ár býður Reykjanesbær íbúum að sækja jólatré sem koma þarf til förgunar, þeim að kostnaðarlausu. Tré verða sótt dagana 6. – 13. janúar og þarf að setja þau á öruggan stað út við lóðarmörk.

Þeir sem óska eftir þessari þjónustu geta hringt í síma Þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar 420-3200 á opnunar tíma, sem er rá klukkan 7:00 til 16:00 virka daga.