Nýjast á Local Suðurnes

Magic Johnson staldraði við á Keflavíkurflugvelli

Körfuknattleiksgoðið Magic Johnson staldraði við á Keflavíkurflugvelli í morgun, stoppið var stutt eða um ein klukkustund, en kappinn var á leið vestur um haf.

einar magic

Magic er mikið ljúfmenni en hér er hann ásamt Einari Braga Bragasyni

Kappinn staldraði þó nógu lengi við til þess að “starfsfólk á plani” fengi að smella nokkrum myndum af kappanum sem að sögn er afar skemmtilegur, þægilegur í umgengni og mikið ljúfmenni.

Magic gerði sem kunnugt er garðinn frægan með L.A. Lakers í bandarísku NBA deildinni á árum áður.

magic cover1

Fararskjótinn er ekkert slor.

magic cover

Flugvélin er merkt kappanum.