Nýjast á Local Suðurnes

Vélin lent heilu og höldnu – Sjáðu hvernig hún hringsólaði rétt utan við Reykjanes

Farþegaþota WestJet flugfélagsins lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan 14.40 heilu og höldnu. Samkvæmt heimildum Suðurnes.net var vélinni ekki flogið yfir Reykjanesbæ þegar hún kom inn til lendingar, eins og tíðkast um þessar mundir vegna framkvæmda á flugvellinum. Þá herma heimildir að ekkert ami að farþegunum 258.

Tilkynnt var um vélarbilun í flugvélinni, sem er af gerðinni Boeing 767 um klukkan 13, en um borð eru 258 farþegar. Vélin var á leiðinni frá London til Edmonton í Kanada þegar henni var snúið við til lendingar í Keflavík.

Á kortinu hér fyrir neðan má sjá hvernig vélin hringsólaði rétt utan við Keflavíkurflugvöll til að brenna eldsneyti fyrir lendingu.

flug westjet