Nýjast á Local Suðurnes

Jet2 bæta í á KEF – Fljúga frá níu stöðum á Bretlandi

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks hafa tilkynnt um aukningu við flugáætlun sína til Íslands fyrir veturinn 2020-2021 með áætlunarflugi frá Birmingham og Manchester í fyrsta sinn, ásamt sérferðum frá Stansted-flugvellinum í London, alþjóðaflugvellinum í Belfast og flugvellinum í Edinborg.

Það þýðir að félagið býður upp á ferðir til Íslands frá öllum níu starfsstöðvum sínum í Bretlandi. Flogið verður tvisvar í viku frá Manchester og Birmingham, á mánudögum og fimmtudögum frá 1. október til 23. nóvember og 11. febrúar til 26. apríl. Þar að auki hafa Jet2.com og Jet2CityBreaks einnig fjölgað sérferðum sínum til Íslands og bjóða nú í fyrsta sinn upp á ferðir frá alþjóðaflugvellinum í Belfast, Edinborg og Stansted-flugvellinum í London.

Viðskiptavinir geta nú valið á milli 37 þriggja eða fjögurra nátta ferða til Íslands en 15 ferðir eru í október og nóvember og 22 frá febrúar og fram í apríl. Hægt er að kaupa stakt flugfar eða velja á milli pakkaferða með Jet2CityBreaks. Flogið er með Boeing 737-800-flugvélum.

Full dagskrá veturinn 2020/2021:

 • Áætlunarflug verður tvisvar í viku frá Manchester og Birmingham, í október og nóvember annars vegar, og frá febrúar og fram í apríl hins vegar.
 • 37 ferðir til Íslands til að sjá norðurljósin: 15 ferðir í október og nóvember og 22 ferðir frá febrúar og fram í apríl.
 • Alþjóðaflugvöllurinn í Belfast – tvær glænýjar ferðir (ein í október og önnur í apríl).
 • Birmingham – glænýtt áætlunarflug hvern mánudag og fimmtudag frá 1. október til 23. nóvember og frá 11. febrúar til 26. apríl.
 • Edinborg – tvær spánnýjar ferðir (ein í október og önnur í apríl).
 • East Midlands-flugvöllurinn – alls fimm ferðir (ein í október, ein í nóvember og þrjár í mars).
 • Glasgow – alls fimm ferðir (tvær í október og ferðir í febrúar, mars og apríl).
 • Bradford-flugvöllurinn í Leeds – alls átta ferðir (ein í október, tvær í nóvember, tvær í febrúar, ein í mars og tvær í apríl).
 • Manchester – glænýtt áætlunarflug hvern mánudag og fimmtudag frá 1. október til 23. nóvember og frá 11. febrúar til 26. apríl.
 • Newcastle – alls tíu ferðir (tvær í október, tvær í nóvember, þrjár í febrúar, ein í mars og tvær í apríl).
 • Stansted-flugvöllurinn í London – alls fimm nýjar ferðir (ein í október, ein í nóvember og þrjár í mars)