Nýjast á Local Suðurnes

Rautt hættustig á KEF – Lenti með brotinn hjólabúnað

Boeing 757 vél Icelandir á leið til Íslands frá Berlín lenti á Keflavíkurflugvelli nú klukkan rétt fyrir fjögur með brotinn hjólabúnað. Rauðu hættustigi var lýst yfir á flugvellinum.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, staðfestir að vélin sé lent en hafði ekki frekari upplýsingar að svo stöddu. Um 160 farþegar voru í vélinni. Samkvæmt upplýsingum Vísis var verið að draga vélina á flugbrautinni.