Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Elín hættir í stjórnmálum

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun hætta í stjónmálum að loknu þessu kjörtímabili, þetta segir hún í stöðuuppfærslu á Facebook. Hún sóttist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum en hafnaði í fjórða sæti.

„Ég vil þakka stuðningsmönnum mínum fyrir frábæra baráttu, fyrir gleðina, hvatninguna og takmarkalausa traustið sem mér hefur verið sýnt. Ég læt þessu hér með lokið og kveð stjórnmálin að loknu þessu kjörtímabili,“ segir Ragnheiður Elín á Facebook.

Stöðuuppfærsluna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.