Nýjast á Local Suðurnes

Ný fjallahjólabraut tekin í notkun

Glæný fjallahjólabraut verður vígð og opnuð á Ásbrú á morgun, fimmtudag.

Opnað verður klukkan 13 og mætir Hjólaleikfélagið og kynnir og aðstoðar alla sem mæta með hjólið sitt og taka hring í fjallahjólabrautinni, segir í tilkynningu.

Fjallahjólabrautin er staðsett í brekkunni við bílastæði Kadeco, Skógarbraut 946 á Ásbrú. Tekið er fram að þikilvægt sé að muna eftir hjálminum.