Nýjast á Local Suðurnes

Byggja útsýnispalla við Brimketil

Reykjanes Geopark mun standa fyrir byggingu útsýnispalla við Brimketil á Reykjanesi, á næstunni, en staðurinn er vinsæll á meðal ferðamanna sem heimsækja Suðurnesin.

Byggðir verða um 110 fermetrar af útsýnispöllum, stigum og göngustígum með trefjaplastgólfi. Við þessar framkvæmdir, sem verða komnar í gagnið fyrir næsta sumar, ætti aðgengi að svæðinu að batna til muna.