Nýjast á Local Suðurnes

Um helmingur 6-10 ára barna í Garði tók þátt í Nettómótinu í körfubolta

Unglingaráð körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur stóðu fyrir hinu árlega Nettómóti í körfuknattleik fyrir yngstu iðkendur íþróttarinnar helgina 5. – 6. mars, 247 lið voru skráð til leiks og voru leiknir hvorki fleirri né færri en 575 leikir á þessum tveimur dögum sem mótið stóð yfir.

Um 1300 börn mættu til leiks frá 25 félögum að þessu sinni, sem er met og var fjöldinn slíkur að leika þurfti á 15 völlum í Reykjanesbæ og Garði. Varlega áætlað má gera ráð fyrir að um 3.000 manns, börn og foreldrar, hafi mætt til Reykjanesbæjar í tengslum við mótið.

Athygli vakti að hátt í 50 krakkar tóku þátt í mótinu á vegum Víðis í Garði, en það mun vera um helmingur allra krakka í þeim árgöngum í sveitarfélaginu sem rétt hafa til þátttöku í mótinu.

vidir netto6

 

vidir netto5

 

vidir netto3

 

vidir netto2

 

vidir netto1