Nýjast á Local Suðurnes

Greiddi fyrir vörur í verslun með leikfangaseðli

Viðskiptavinur, sem keypti sér varning í verslun í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni greiddi fyrir hann með 100 dollara leikfangaseðli. Í fyrstu var talið að seðillinn væri falsaður, en við nánari athugun virtist svo ekki vera heldur væri um leikfangaseðil að ræða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Lögreglan hafði upp á manninum og hans bíður nú að greiða fyrir vörurnar með gjaldgengum miðli og jafnframt að borga til baka afganginn sem hann fékk í viðskiptunum.