Nýjast á Local Suðurnes

Stórsigur hjá Keflvíkingum – Grindvíkingar niðurlægðir á heimavelli

Keflvíkingar völtuðu yfir nýliða FSu í leik liðanna í Dominos-deildinni í körfuknattleik í kvöld, eftir að hafa haft 14 stiga forskot í leikhléi, 45-59, sendu Keflvíkingar nýliðana niður um deild með 39 stiga sigri, 73-112.

Jerome Hill var stigahæstur í liði Keflavíkur með 26 stig en Reggie Dupree kom næstur með 19 stig.

Þá voru Grindvíkingar niðurlægðir á heimavelli í kvöld, liðið lék gegn Haukum og sáu Grindvíkingar aldrei til sólar í leiknum. 34 stiga munur var á liðunum þegar flautað var til leiksloka, 71-105. Möguleikar Grindvíkinga á sæti í úrslitakeppninni minnkuðu við ósigurinn og ljóst að menn þurfa að taka sig á, en liðið hefur nú tapað 7 af 10 heimaleikjum vetrarins.

 

Jón Axel og Þorleifur Ólafsson voru stigahæstir Grindvíkinga í kvöld með 12 stig hvor.