sudurnes.net
Stórsigur hjá Keflvíkingum - Grindvíkingar niðurlægðir á heimavelli - Local Sudurnes
Keflvíkingar völtuðu yfir nýliða FSu í leik liðanna í Dominos-deildinni í körfuknattleik í kvöld, eftir að hafa haft 14 stiga forskot í leikhléi, 45-59, sendu Keflvíkingar nýliðana niður um deild með 39 stiga sigri, 73-112. Jerome Hill var stigahæstur í liði Keflavíkur með 26 stig en Reggie Dupree kom næstur með 19 stig. Þá voru Grindvíkingar niðurlægðir á heimavelli í kvöld, liðið lék gegn Haukum og sáu Grindvíkingar aldrei til sólar í leiknum. 34 stiga munur var á liðunum þegar flautað var til leiksloka, 71-105. Möguleikar Grindvíkinga á sæti í úrslitakeppninni minnkuðu við ósigurinn og ljóst að menn þurfa að taka sig á, en liðið hefur nú tapað 7 af 10 heimaleikjum vetrarins. Jón Axel og Þorleifur Ólafsson voru stigahæstir Grindvíkinga í kvöld með 12 stig hvor. Meira frá SuðurnesjumKeflvíkingar enduðu deildina í þriðja sæti – Fá Tindastól í úrslitakeppninniKanalausir Grindvíkingar steinlágu gegn TindastóliLoka á afgreiðslu skólamáltíða vegna ógreiddra reikningaRagnheiður Sara í þriðja sæti fyrir lokaátökinStaðan orðin alvarleg hjá NjarðvíkingumKeflavík tapaði í Þorlákshöfn – Grindvíkingar efstir af SuðurnesjaliðunumKeflavík lagði KR í stórskemmtilegum leikKeflvíkingar áfram á sigurbrautSlakur varnarleikur felldi Keflvíkinga gegn TindastóliGrindavík tapaði gegn Snæfelli eftir tvíframlengdan leik