Nýjast á Local Suðurnes

Auka þjónustu við barnafólk með hækkunum á niðurgreiðslum og hvatagreiðslum

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar staðfesti á bæjarstjórnarfundi í gær samþykkt bæjarráðs frá 21. desember síðastliðinum um hækkun á niðurgreiðslum Reykjanesbæjar til dagforeldra í Reykjanesbæ. Hækkunin nemur 10.000 krónum með hverju barni, fer úr 40.000 í 50.000 krónur.

Þá samþykkti bæjarstjórn fyrir skemmstu hækkun á hvatagreiðslum til  íþrótta- og tómstundaiðkunar barna og ungmenna um 7.000 krónur. Frá og með 1. janúar 2018 eru hvatagreiðslurnar samtals 28.000 krónur með hverju barni frá 6 ára aldri til 18 ára aldurs. Réttur til  nýtingar hvatagreiðslu  var um áramótin hækkaður úr 16 árum í 18 ár.

Hér má finna upplýsingar um Dagforeldra í Reykjanesbæ

Hér má finna upplýsingar um hvatagreiðslur

Þá urðu breytingar á innskráningu á þjónustuvefinn MittReykjanes.is um áramót, en nú er eingöngu hægt að auðkenna sig  með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Auðkenning með kennitölu og lykilorði dettur út. Er þetta gert til að tryggja betur öryggi notenda.

Þeir sem ekki geta nýtt rafræn skilriki, þar sem símaeign er skilyrði, geta sótt um Íslykil og fengið sendan í bréfpósti. Hér er hægt að panta Íslykil.