Nýjast á Local Suðurnes

Sumarafleysingafólkið piparspreyjað – Myndir!

Þar sem lögreglumenn þurfa að takast á við hin ýmsu verkefni í starfi sínu er best að vera við öllu búinn og vita hvernig bregðast skuli við í erfiðum aðstæðum. Hluti af þjálfun lögreglumanna er að fá varnargas (mace) í andlitið og það er einmitt það sem var tekið fyrir á valdbeitingarnámskeiði hjá Lögreglunni á Suðurnesjum í dag, og það tekur á að fá varnargas í andlitið, eins og meðfylgjandi myndir sem lögreglan birti á Facebook-síðu sinni sýna.