Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbraut lokað vegna umferðarslyss

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Reykjanesbraut var lokað um stund vegna áreksturs tveggja bíla um klukkan 13 í dag. Brautinni var lokað við hringtorgin við Fitjar og Grænás og var umferð beint um Njarðarbraut á meðan.

Ekki fengust upplýsingar um hvort slys hafi orðið á fólki, en brautin var lokuð í rúman hálftíma.