Nýjast á Local Suðurnes

Ofurvinningar á Bingóballi í ljónagryfjunni

Búast má við gríðarlega miklu fjöri í Ljónagryfju þeirra Njarðvíkinga þann 29. desember næstkomandi þegar þeir grænklæddu halda sitt árlega Bingó&ball.

Uppselt hefur verið á áramóta Bingó&Ballið frá upphafi, enda glæsilegri bingóvinningar vart í boði norðan Alpafjalla og jafnan talað um að hér sé á ferð partý ársins undir stjórn Agga Bingó og DJ ÓBÓ. Verðmæti vinninga að þessu sinni slagar hátt í tvær milljónir króna og því eftir miklu að slægjast.

Eitthvað mun vera eftir af miðum í augnablikinu og um að gera fyrir áhugasama að skoða möguleika á miðakaupum sem allra fyrst. Þrátt fyrir að fullorðinsBingóið sé aðal aðdráttaraflið þá verður skellt í alvöru áramótaball undir lokin með Stuðlabandinu eitthvað frameftir kveldi.