Nýjast á Local Suðurnes

Flottir viðburðir á Fjölskyldu- og menningardögum í Garði

Þessa vikuna fara fram Fjölskyldu- og menningardagar í Garðinum, Ferða-, safna-, og menningarnefnd Garðs hefur sett saman skemmtilega dagskrá sem hentar allri fjölskyldunni.

Vikuna 2. – 8. nóvember munu ýmsir aðilar s.s. Björgunarsveitin Ægir, Knattspyrnufélagið Víðir, Lista og menningarfélag Garðs, starfsfólk Gefnarborgar, félagsstarfið í Auðarstofu, tónlistarskóli, félagsmiðstöðin Eldingin o.fl. standa fyrir viðburðum fyrir íbúa á Suðurnesjum. Einnig verður zumba dans, hláturjóga, bíósýningar bingó og sitthvað fleira, segir á heimasíðu sveitarfélagsins en þar má einnig sjá hvað er í boði þessa daga.

Nefndarmenn Ferða-, safna-, og menningarnefndar Garðs hvetja íbúa til að taka þátt í viðburðum og sýna sig og sjá aðra.