sudurnes.net
Flottir viðburðir á Fjölskyldu- og menningardögum í Garði - Local Sudurnes
Þessa vikuna fara fram Fjölskyldu- og menningardagar í Garðinum, Ferða-, safna-, og menningarnefnd Garðs hefur sett saman skemmtilega dagskrá sem hentar allri fjölskyldunni. Vikuna 2. – 8. nóvember munu ýmsir aðilar s.s. Björgunarsveitin Ægir, Knattspyrnufélagið Víðir, Lista og menningarfélag Garðs, starfsfólk Gefnarborgar, félagsstarfið í Auðarstofu, tónlistarskóli, félagsmiðstöðin Eldingin o.fl. standa fyrir viðburðum fyrir íbúa á Suðurnesjum. Einnig verður zumba dans, hláturjóga, bíósýningar bingó og sitthvað fleira, segir á heimasíðu sveitarfélagsins en þar má einnig sjá hvað er í boði þessa daga. Nefndarmenn Ferða-, safna-, og menningarnefndar Garðs hvetja íbúa til að taka þátt í viðburðum og sýna sig og sjá aðra. Meira frá SuðurnesjumPólsk menningarhátíð í þriðja sinnÝmsar kynjaverur á þrettándagleði í ReykjanesbæLokaspretturinn: Fjölskyldufjör, partý aldarinnar, bjór og bingóKaffiboð með Guðrúnu frá Lundi – Gestir hvattir til að mæta með sparibollannMetnaðarfull fjáröflun Njarðvíkinga – Milljónabingó og kræsingar á kostakjörumDuus safnahús og Rokksafnið komu vel út úr þjónustukönnunOfurvinningar á Bingóballi í ljónagryfjunniJóhanna Rut og sápufótbolti á 17. júní unglingaskemmtunLitla gula hænan sýnd við grunnskólann í SandgerðiKórar Íslands í beinni frá Ásbrú – Myndband!