Nýjast á Local Suðurnes

Búast við gosi á hverri stundu

Jarðvís­inda­menn bú­ast við gosi á hverri stundu á Reykja­nesskaga en aðdrag­and­inn gæti verið styttri en hálf­tími og for­boðar goss­ins yrðu auk­in skjálfta­virkni og stökk í gosóróa á svæðinu. 

Þetta kemur fram í frétt mbl.is, en þar segir að hægst hafi ör­lítið á landrisi við Sund­hnúkagígaröðina og dag­leg­um skjálft­um þar fjölg­i enn.

„Þetta eru svona á milli sex­tán og átján millj­ón rúm­metr­ar [af kviku],“ seg­ir Lovísa Mjöll Guðmunds­dótt­ir nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur í sam­tali við mbl.is, spurð út í áætlað kviku­magn und­ir Svartsengi.

Um 60 skjálft­ar hafa mælst í kviku­gang­in­um síðasta sól­ar­hring, svipað og um sól­ar­hring­inn þar á und­an. Eng­inn áber­andi gosórói mæl­ist á svæðinu.