Nýjast á Local Suðurnes

Goslok við Stóra-Skógfell

Eld­gos­inu norðan við Stóra-Skóg­fell er lokið, samkvæmt til­kynn­ingu frá Veður­stofu Íslands.

Gosið stóð yfir í um 14 daga og er það þriðja lengsta eld­gosið af þeim sex sem hafa orðið á Sund­hnúks­gígaröðinni frá því í des­em­ber 2023, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Eng­in sjá­an­leg virkni hef­ur verið í gígn­um í um hálf­an sól­ar­hring en síðustu merki um gosóróa sáust síðdeg­is í gær.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að landris sé hafið að nýju í Svartsengi og að nýtt hættumat verði upp­fært síðar í dag.