sudurnes.net
Vegleg þrettándagleði í Grindavík - Flugeldasýning og búningakeppni - Local Sudurnes
Grindvíkingar halda sína árlegu þrettándagleði miðvikudaginn 6. janúar næstkomandi. Að vanda munu börn ganga í hús og sníkja nammi og þá verður skemmtidagskrá í íþróttahúsinu og flugeldasýning á vegum Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í boði fjölmargra fyrirtækja úr Grindavík. Dagskráin hefst klukkan 18:00 með upphitun í íþróttahúsi, þar verður meðal annars boðið upp á andlitsmálun í anddyri íþróttahússins á vegum Þrumunnar. Þá verður skráning í búningakeppnina en keppnin verður þrískift; A) Leikskólabörn B) 1.-3. bekkur C) 4.-8. bekkur. Myndataka (allar myndir settar á Facebooksíðu bæjarins). Tónlist í íþróttasal. Íþróttafjör fyrir hressa krakka frá kl. 18-19. Kl. 19:00 hefst svo dagskrá í íþróttahúsi og er hún eftirfarandi: Atriði frá fimleikadeild. Álfakóngur og álfadrottning syngja. Sigga Mæja og Palli. Undirleikur: Renata Ivan. Atriði frá dansskóla Hörpu & Erlu. Söngatriði frá nemendum Tónlistarskólans. Sýningaratriði frá taekwondodeild UMFG. Útnefning á Grindvíkingi ársins. Úrslit í búningakeppni. Jólasveinar koma í heimsókn. Kaffi- og eða sjoppusala í íþróttahúsinu á vegum 7. og 8. flokks karla í körfuknattleik. Allur ágóði rennur í ferðasjóð. Kl. 20:00 Gengið fylktu liði niður að Kviku – kyndilberar frá Hafbjörgu Kl. 20:15 Glæsileg flugeldasýning við höfnina í boði: Besa, Bláa Lónið, EB. þjónusta, Einhamar Seafood, Fiskmarkaður Suðurnesja, Fiskverkun ÓS, Fjórhjólaævintýri, Flutningaþjónusta Sigga, GG Sigurðsson, Grindin, Grindavíkurbær, Hárhornið, [...]