Nýjast á Local Suðurnes

Þorbjörn Styrkir Þorbjörn veglega

Í gær var undirritaður glæsilegur styrktarsamningur milli björgunarsveitarinnar Þorbjarnar og útgerðarfélagsins Þorbjarnar Hf.. Samningurinn sem gildir til þriggja ára færir sveitinni 9 milljónir króna á tímabilinu.

Þetta þykir okkur auðvitað mikið gleðiefni og tryggir það að við getum eytt meiri tíma í þjálfun og lærdóm í stað stöðugra fjáraflana næstu árin.

Þorbirni Hf. færum við okkar bestu þakkir fyrir stuðninginn en þau hafa stutt vel við bakið á sveitinni síðustu áratugi með veglegum styrkjum til tækjakaupa og framlagi til reksturs sveitarinnar svo eitthvað sé nefnt. Segir í tilkynningu frá björgunarsveitinni.