Nýjast á Local Suðurnes

Unnu dómsmál vegna sandfoks

Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leiti en því að á henni eru bílar

Grinda­vík­ur­bær og Sjóvá töpuðu á dögunum dómsmáli vegna tjóns af völd­um sand­foks sem varð á ár­un­um 2012 til 2019 frá bíla­plani við íþróttamiðstöðina í Grinda­vík, en planið var á þeim tíma ómalbikað. Sandfokið olli tjóni á bif­reiðum í eigu fyrirtæks sem staðsett er við sömu götu og íþróttamiðstöðin. Eig­end­ur fyrirtækisins fóru einnig fram á miska­bæt­ur vegna fast­eign­ar, en þeirri kröfu var hafnað.

Tjónaþolar kröfðu bæ­inn um 29,3 millj­ón­ir króna vegna þrifa inn­an- og ut­an­húss og byggðu kröfu sína á vott­orðum frá Veður­stofu Íslands, þar sem til­tekn­ir voru dag­ar og tíma­bil frá 26. janú­ar árið 2012 til 21. októ­ber 2019. Í niður­stöðu Lands­rétt­ar var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að með at­hafna­leysi við að bregðast við sand­foki af bíla­plan­inu hefði Grindavíkurbær sýnt af sér sak­næma og ólög­mæta hátt­semi gagn­vart fyrirtækinu og eigendum þess, sem bjuggu í sama húsnæði. Þá var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að fjár­kröf­ur fyrirtækisins vegna annarra bif­reiða en einn­ar væru fyrnd­ar, seg­ir meðal ann­ars í dómsorði.

Grinda­vík­ur­bæ og Sjóvá Al­menn­um var gert að greiða fyr­ir­tæk­inu 3,4 millj­ón­ir króna með drátt­ar­vöxt­um en auk þess skal Grinda­vík­ur ásamt Sjóvá Al­menn­um greiða fyr­ir­tæk­inu 338 þúsund krón­ur með drátt­ar­vöxt­um. Grinda­vík­ur­bær var hinsvegar sýknaður af miska­bóta­kröf­um sem hljóðuðu upp á tæpar 30 milljónir króna.