Nýjast á Local Suðurnes

Leikskólabörn í Garði í sóttkví

Leikskólinn Gefnarborg í Garði verður lokaður á föstudag eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna.

Foreldrar barna á leikskólanum fengu símtal þessa efnis í kvöld og sagði foreldri barns á leikskólanum, í samtali við blaðamann, að börn á leikskólanum hafi verið send í Sóttkví og boðuð í sýnatöku.

Uppfært 18. desember: Í tilkynningu vegna þessa á vef Suðuenesjabæjar kemur fram að unnið sé með smitrakningarteymi og fræðsluyfirvöldum í Suðurnesjabæ. Einnig kemur fram að ákvörðun hafi verið tekin um að leikskólinn verði lokaður fram að jólum hið minnsta.