Dýpka höfnina í Sandgerði

Um þessar mundir er unnið að því að dýpka höfnina í Sandgerði. Dýpkað er framan við löndunarkrana við Norðurgarð. Dýptin við efstu löndunarkranana verður 2,5 metrar að loknum framkvæmdum en alls eru 6 löndunarkranar á bryggjunni og flotbryggjur fyrir 70 litla báta. Svæðið sem unnið er á er um 23 metrar að breidd.
Verkið er unnið með nýrri aðferð, en fyrst var grjóti og möl sturtað í sjóinn og grafa notuð til að búa til athafnasvæði. Þar næst er tvær öflugar vélar nýttar til y rífa efnið upp og mokar því á vörubíla sem koma efninu á urðunarstað.
Það er verktakafyrirtækið Ellert Skúlason ehf. sem sér um framkvæmdirnar fyrir Vegagerðina og Suðurnesjabæ. Stefnt er að því að verkinu ljúki í nóvember.