Nýjast á Local Suðurnes

Dýpka höfnina í Sandgerði

Um þessar mundir er unnið að því að dýpka höfn­ina í Sandgerði. Dýpkað er fram­an við lönd­un­ar­krana við Norðurg­arð. Dýpt­in við efstu lönd­un­ar­kran­ana verður 2,5 metr­ar að loknum framkvæmdum en alls eru 6 lönd­un­ar­kran­ar á bryggj­unni og flot­bryggj­ur fyr­ir 70 litla báta. Svæðið sem unnið er á er um 23 metr­ar að breidd.

Verkið er unnið með nýrri aðferð, en fyrst var grjóti og möl sturtað í sjó­inn og grafa notuð til að búa til at­hafna­svæði. Þar næst er tvær öfl­ug­ar vél­ar nýttar til y rífa efnið upp og mok­ar því á vöru­bíla sem koma efn­inu á urðun­arstað.

Það er verktakafyrirtækið Ell­ert Skúla­son ehf. sem sér um fram­kvæmd­irn­ar fyrir Vegagerðina og Suðurnesjabæ. Stefnt er að því að verk­inu ljúki í nóv­em­ber.