Nýjast á Local Suðurnes

Símafélagið flytur mikilvæg fjarskiptakerfi í gagnaver Verne Global á Ásbrú

Símafélagið ehf. og gagnaver Verne Global í Reykjanesbæ hafa aukið samstarf sitt á vaxandi gagnaversmarkaði en félögin hafa átt í samstarfi undanfarin þrjú ár.

Símafélagið hefur flutt hluta mikilvægra fjarskiptakerfa sinna í gagnaver Verne Global að Ásbrú í Reykjanesbæ. Símafélagið segir að þetta muni gera þeim kleift að nýta það rekstraröryggi sem gagnaver Verne bjóði upp á auk þess sem það eykur afköst fjarskiptanets fyrirtækisins og möguleika á fjölbreyttum tengingum til og frá landinu, segir í tilkynningu.

Í mars í fyrra sameinaðist Símafélagið Suðurnesjafyrirtækinu Netsamskiptum, en fram kom í tilkynningu á þeim tíma að sameiningin værir eðlilegt framhald á samstarfi fyrirtækjanna. Bæði fyrirtækin bjóða upp á símaþjónustu og félögin höfðu áður sameinað útlandagáttir sínar fyrir Internet og þótti  sameiginlegur rekstur því eðlilegt framhald á samstarfinu.