Heppinn lottóspilari í Reykjanesbæ

Einn var með fjórar réttar tölur í Jókernum á Íslandi, þegar dregið var í Eurojackpot í gærkvöldi og vann 1,1 milljón króna. Miðinn var seldur í Mini Market í Reykjanesbæ.
Fyrsti vinningur gekk ekki út, en í pottinum voru 3.549.599.830 krónur eða rúmlega þrír og hálfur milljarður.