Nýjast á Local Suðurnes

Vilja leigja og framleigja Reykjanesvita

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á síðasta fundi að óska eftir því við Vegagerðina að leigja Reykjanesvita og fá um leið heimild til að framleigja hann.

Reykjanesviti er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem heimsækja Reykjanesið. Vitinn er 31 meter á hæð og er elsti viti landsins, en hann var tekinn í notkun árið 1908.