Nýjast á Local Suðurnes

Ferðalangar í ógöngum – Lögregla fann greiðslukortið og greiddi fyrir leigubílinn

Þau eru misjöfn eins og þau eru mörg verkefnin sem lögreglan á Suðurnesjum þarf að fást við, leigubifreiðastjóri sem ekið hafði ölvuðu, erlendu pari, frá Reykjavík til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar óskaði eftir aðstoð lögreglu því að á greiðslukorti sem fólkið framvísaði var ekki nóg innistæða fyrir fargjaldinu. Konan kvað samferðamann sinn hafa týnt öðru korti sem á væri innistæða. Maðurinn afhenti lögreglu veski sitt. Í því var týnda kortið og fékk bifreiðastjórinn greiðslu fyrir aksturinn.