Sveiflaði hníf og hrelldi fólk

Lögreglunni á Suðurnesjum barst um helgina tilkynning þar sem maður í annarlegu ástandi sveiflaði hníf og hrelldi fólk.
Laganna verðir brugðust skjótt við og handtóku manninn sem var í kjölfarið vistaður í klefa á lögreglustöð.