Nýjast á Local Suðurnes

Endurbætur á tækjakosti skilyrði fyrir endurnýjun leigusamnings

Mynd: ÍAV

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að framlengja leigusamningi við Íslenska aðalverktaka um leigu á námu- og efnistökurétti á landsvæði í Rauðamel við Stapafell til 31. desember 2035.

Sveitarfélagið setur þó skilyrði varðandi tækjabúnað fyrirtækisins til efnisvinnslu sem miðar að því að draga úr kolefnisspori og mengunarhættu. Þá ber fyrirtækinu að sýna sérstaka aðgát vegna nálægðar við vatnstökusvæði Lága.