Red Arrows leika listir sínar yfir KEF á laugardag
Áformað er að breska flugsveitin Rauðu örvarnar (e. Red Arrows) leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, en sveitin hefur nokkurra klukkustunda viðdvöl hér á landi á leið sinni til Kanada.
Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra verði meðal annarra viðstödd á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli þegar Rauðu örvarnar leiki listir sínar á laugardag 17. ágúst. Ekki er gefin upp nákvæm tímasetning á sýningunni en fulltrúum fjölmiðla er boðið að mæta á svæðið laust fyrir klukkan 15 og áætlað að dagskrá verði lokið um klukkan 17:30.
Mynd: Red Arrows