Nýjast á Local Suðurnes

Haukur Helgi rær á önnur mið

Haukur Helgi Pálsson og stjórn kkd. UMFN hafa komist að samkomulagi um að Haukur fái sig lausan undan samningi við klúbbinn. Stjórn hefur samþykkt þessa beiðni Hauks og kemur hann til með að halda á önnur mið. Haukur gerði samning við Njarðvík til þriggja ára þegar hann kom úr atvinnumennsku 2021.

Að auki þeirra tveggja tímabila sem Haukur hefur spilað með Njarðvík spilaði hann einnig tímabilið 2015-2016.

“Við kveðjum Hauk að sjálfsögðu með söknuði enda hörku leikmaður og frábær fyrirmynd. Að því sögðu þökkum við Hauki fyrir hans framlag til klúbbsins og óskum honum velfarnaðar. ” sagði Kristín Örlygsdóttir formaður við tilefnið.

Mynd: Kkd. UMFN