Nýjast á Local Suðurnes

Salat frá Gló á boðstólnum í vélum Icelandair

Icelanda­ir hóf að bjóða upp á nýj­an mat­seðil á al­mennu far­rými hinn 16. júní síðastliðinn. Meðal nýj­unga í flugi til Norður-Am­er­íku er sal­at frá veit­ingastaðnum Gló, sem bæði er til í veg­an út­gáfu og með kjúk­lingi.

gló salat icelandair

Salat frá Gló er nú á boðstólnum í vélum Icelandair – Mynd: Facebook/Gló

Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, seg­ir í samtali við mbl.is sal­atið hafa mælst afar vel fyr­ir meðal farþega. Hann seg­ir megnið af matn­um um borð vera bú­inn til um borð í flug­eld­hús­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli, en það sé hins veg­ar einnig gert í sam­starfi við aðra. „Við höf­um verið með litla ham­borg­ara frá Ham­borg­arafa­brikk­unni og erum nú með skyr frá MS,“ bend­ir hann á.

„Þetta er skemmti­legt sam­starf við öfl­uga ís­lenska aðila. Það er gam­an að bjóða upp á fersk­ar nýj­ung­ar og mat­ur­inn frá Gló er mjög vin­sæll,“ seg­ir hann.