Nýjast á Local Suðurnes

Gera ráð fyrir lokunum á Reykjanesbraut frá hádegi á þriðjudag

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Vegagerðin gerir ráð fyrir að leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Búist er við aftakaveðri á nær öllu landinu á morgun og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun nær alls staðar.

Á vef Vegagerðarinnar segir að Reykjanesbraut verði líklegast lokað frá hádegi á morgun, þriðjudag, til klukkan 13 á miðvikudag. Á sama tímabili er gert ráð fyrir lokun á Grindavíkurvegi.