Nýjast á Local Suðurnes

OMAM með hlutverk í Game of Thrones

Meðlimir íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Man koma fram í sjöttu þáttaröð Game of Thrones. Upptökur á þáttaröðinni fara nú fram í borginni Girona á Spáni.

Þetta kemur fram á vefnum Watchers on the Wall í kvöld. Þar má finna myndir af meðlimum sveitarinnar, Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur, Arnari Hilmarssyni og Ragnari Þórhallssyni, í leikbúningum.

Óvíst er hvaða hlutverk þau fara með í þáttunum en ætla má að það tengist tónlist á einn eða annan hátt.