Nýjast á Local Suðurnes

Einn vinsælasti söluturn Suðurnesja til sölu

Einn vinsælasti og best tækjum búni skyndibitastaður Suðurnesja, Ungó, er auglýstur til sölu á vef Investors fyrirtækjaráðgjafar. Staðurinn er rekinn í eigin húsnæði og býður upp alhliða veitingasölu með eina best búnu og söluhæstu ísbúð á landinu, segir í auglýsingu.

Þá er tekið fram að eldhústæki og innréttingar sem notað er við reksturinn hafi verið nýlega verið endurnýjuð mikið undanfarin misseri. Auk þessa segir að staðurinn hafi skilað góðum hagnaði ár eftir ár og því sé um að ræða mjög gott tækifæri í atvinnurekstri.