Nýjast á Local Suðurnes

Tekinn á rúmlega tvöföldum hámarkshraða

Á ann­an tug öku­manna hafa verið kærðir fyr­ir of hraðan akst­ur í um­dæmi lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um á und­an­förn­um dög­um. Einn þeirra, ökumaður á þrítugs­aldri, mæld­ist á rúm­lega tvö­föld­um leyfi­leg­um há­marks­hraða, en hann ók á 106 í Kefla­vík, þar sem há­marks­hraði er 50 km. Hann var svipt­ur öku­rétt­ind­um til bráðabirgða.

Frá þessu grein­ir lög­regl­an í til­kynn­ingu.

Ökumaður sem lög­regla hafði svo af­skipti af í Kefla­vík fram­vísaði öku­skír­teini sem reynd­ist vera grunn­falsað, að því er lög­regl­an grein­ir frá. Hann verður kærður fyr­ir skjalafals og akst­ur bif­reiðar án rétt­inda.